Brauðbollur með bökuðum Camembert

Brauðbolluhjarta með ofnbökuðum Camembert.
Brauðbolluhjarta með ofnbökuðum Camembert. mbl.is/Jamie Oliver

Namm! Það er það eina sem kem­ur upp í huga okk­ar við þessa upp­skrift. Hér eru nýbakaðar brauðboll­ur í hjarta­laga formi með Ca­m­em­bert osti sem ídýfa – það þarf ekki að selja okk­ur þessa hug­mynd neitt frek­ar.

Brauðbollur með bökuðum Camembert

Vista Prenta

Brauðboll­ur með bökuðum Ca­m­em­bert

  • 800 g brauðhveiti
  • 7 g ger
  • 3x 250 g Ca­m­em­bert ost­ar
  • ½ búnt af fersku rós­maríni
  • 3 hvít­lauksrif
  • Sjáv­ar­salt

Aðferð:

  1. Setjið hveiti, ger og 1 tsk af sjáv­ar­salti í skál mat­vinnslu­vél­ar. Hellið 500 ml af volgu vatni smám sam­an út í og ​​hrærið í nokkr­ar mín­út­ur þar til þú hef­ur deig­kúlu. Breiðið yfir skál­ina og látið standa á heit­um stað í 1½  klukku­stund, eða þar til deigið hef­ur tvö­fald­ast að stærð.
  2. Klæðið stóra bök­un­ar­plötu með smjörpapp­ír og stráið hveiti yfir. Teiknaðu út­lín­ur af hjarta í hveitið með fingr­in­um. Fjar­lægðu kassa­botn­inn af ein­um Ca­m­em­bert og settu á miðja plöt­una.
  3. Skiptið deig­inu í fjóra hluta, síðan hverj­um þeirra í 12 hluta, sem gef­ur þér alls 48. Rúllaðu hverj­um bita í kúlu og settu á plöt­una, byggðu út frá Ca­m­em­bert kass­an­um til að móta hjartað. Hyljið með röku visku­stykki og látið hef­ast í klukku­tíma í viðbót.
  4. For­hitið ofn­inn í 180°C. Skerið topp­inn ofan af hverj­um Ca­m­em­bert ost­in­um. Stingið rós­marín­grein­um ofan í mjúku ost­ana og skerið hvít­lauk­inn smátt – setjið hvít­lauk­inn yfir ost­inn og dreypið ólífu­olíu yfir. Stráið smá sjáv­ar­salti og svört­um pip­ar yfir hvern ost, setjið svo einn ost­inn í kass­ann í miðju hjart­ans og ann­an á aðra ofn­plötu eða annað eld­fast mót. Geymið þriðja ost­inn til síðari tíma.
  5. Dreifið síðustu rós­marín­grein­un­um sem eft­ir er á milli deig­kúl­anna. Stráið dágóðri klípu af salti yfir og dreypið ólífu­olíu yfir. Settu brauðhjartað í ofn­inn ásamt öðrum ost­in­um og bakið í 30 til 35 mín­út­ur, eða þar til ca­m­em­bert­inn er orðinn mjúk­ur og brauðið gyllt á lit.
  6. Um leið og þú berð fram fyrstu tvo ost­ana, bakaðu þann þriðja í um það bil 20 mín­út­ur og skiptu síðan út fyr­ir þá sem hafa nú þegar verið borðaðir.

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert