Reykjavíkurmaraþonið ætti að vera flestum kunnugt og fer fram á Menningarnótt að venju – en nú þegar hafa safnast um 90 milljónir króna. Athygli vekur að verðlaunagripirnir í ár eru íslensk hönnun.
Við sögðum ykkur eitt sinn frá kampavínstappa sem hannaður var fyrir Hönnunarmars af keramíkhönnuðinum Dagnýju Gylfadóttur – en hún hannar einmitt verðlaunagripina fyrir maraþonið í ár. Dagný skapar ótal spennandi vörur undir nafninu DAYNEW og hefur sannarlega gert vel að þessu sinni með gyllta vasa.
Í ár var ákveðið að breyta til með verðlaunagripi, láta fjöldaframleidda verðlaunabikara eiga sig og fékk Dagný þann heiður að búa til 24 gullvasa fyrir vinningshafa maraþonsins, sem koma í fjórum stærðum. En Dagný notar hér gyllinguna sem gefa glæsilega áferð sem á vel við í þessu tilviki – þegar þreyttir hlauparar koma sigursælir yfir marklínuna eftir að hafa lagt góðu málefni lið.