Eldhúsgræjan sem auðveldar allt

mbl.is/Amazon

Við elsk­um að finna nýj­ar græj­ur á net­inu sem létta okk­ur lífið í eld­hús­inu – en þessi hér auðveld­ar allt.

Hér um ræðir af­skap­lega hag­nýt­an og ný­stár­leg­an kjarn­hreinsi og er ómiss­andi við eld­hús­störf­in. Græj­an er að sjálf­sögðu með þægi­legu hand­fangi og hanka til að hengja upp og ef marka má um­sagn­ir, og þá virk­ar hreins­ir­inn einnig hraðar en hníf­ur. Kjarn­hreins­ir­inn er full­kom­in viðbót við ‚verk­færa­settið‘ þitt í eld­hús­inu og er hið full­komna tól til að hreinsa chili, kúr­bít, gúrku, kart­öfl­ur, epli ofl. – því hann er hent­ug­ur fyr­ir hvaða harða græn­meti og ávexti sem er. Skræl­ar­inn er úr ryðfríu stáli og þolir uppþvotta­vél – við biðjum ekki um meira. Fyr­ir áhuga­sama, þá má skoða nán­ar HÉR

mbl.is/​Amazon
mbl.is/​Amazon
mbl.is/​Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert