Heineken strigaskór á markað í takmörkuðu upplagi

Nýjir strigaskór frá Heineken sem innihalda bjór í skósólanum.
Nýjir strigaskór frá Heineken sem innihalda bjór í skósólanum. mbl.is/Heineken

Einn þekktasti bjórframleiðandi heims, Heineken, hefur tekið höndum saman við strigaskóframleiðandann The Shoe Surgeon – og útkoman eru skór sem innihalda bjór.

Samstarfið kallast ‚Heinekicks‘, eða bein tilvísun í vinsæla bjórinn Heineken. Skórnir eru einnig í Heineken litunum, þá grænu, hvítu og rauðu – og þið sem veltið fyrir ykkur hvar þeir geyma ölið, þá liggur það í skósólanum. Bjórnum er hæglega komið þar fyrir með sérstakri tækni til að sólarnir fari nú ekki að leka. Eins er upptakari í tungunni sem getur komið sér vel, því sú græjan á það til að gleymast heima er við flytjumst á milli staða með veigarnar. Skórnir koma þó í takmörkuðu upplagi, eða einungis 32 pör verða fáanleg. 

mbl.is/Heineken
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka