Svona eru kósíkvöldin hjá Hildi

Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og fagurkeri með meiru.
Hildur Gunnlaugsdóttir arkitekt og fagurkeri með meiru. mbl.is/Facebook

Hún er sniðugri en flest­ir og deil­ir því með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram. Hild­ur Gunn­laugs­dótt­ir arki­tekt hef­ur út­fært enn eina út­gáf­una af kósí­boxi sem ætti að falla í kramið hjá eldri kyn­slóðinni. En við höf­um áður sýnt ykk­ur frá því hvernig hún gerði sam­bæri­legt box fyr­ir krakka. 

Hér sker Hild­ur kassa niður og fyll­ir með alls kyns góðgæti til að full­komna kós­í­kvöldið. Kerti, sæl­gæti, freyðivín, maski, baðbomba og bók er á meðal þess sem finna má í kass­an­um sem að Hild­ur út­færði sem af­mæl­is­gjöf handa frænku sinni og sló í gegn - og það skal eng­an undra, enda geggjuð gjöf. Þeir sem vilja fylgj­ast með Hildi á In­sta­gram, þá má finna hana und­ir nafni­inu Hvassó heima, eða HÉR
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert