Kjúklingaréttur með ómótstæðilegu meðlæti

Kjúklingaréttur með ómótstæðilegu meðlæti.
Kjúklingaréttur með ómótstæðilegu meðlæti. mbl.is/Jamie Oliver

Hér er á ferðinni orkuríkur en einfaldur kjúklingaréttur með sesamfræjum, núðlum, hrásalati og hnetusósu. Réttur sem fullkomnar daginn og vikuna ef því er að skipta. Það er enginn annar en meistari Jamie Oliver sem á heiðurinn að þessari uppskrift sem ætti að kæta flesta.

Girnilegur sesam kjúlli með hnetusósu

  • 100 g hrísgrjónanúðlur
  • 2 kjúklingabringur
  • Ólífuolía
  • 4 vorlauka
  • ½ kínakálshaus (150 g)
  • 200 g belgbaunir
  • ½ - 1 rautt chilli
  • 2 lime
  • 1 msk. soyja sósa
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 2 msk. hrein jógúrt
  • 2 cm af engifer
  • 2 tsk. sesamfræ

Aðferð:

  1. Hitið pönnu á háan hita.
  2. Setjið núðlurnar í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Leggið lok eða disk yfir skálina.
  3. Skerið bringurnar til helminga (langsum, en þó ekki alveg í gegn) – og opnið flatar eins og bók. Nuddið þær með olíu og saltið og piprið. Steikið þær síðan á pönnunni þar til gylltar og fulleldaðar. Takið þá bringurnar til hliðar og ristið sesamfræin í örskamma stund og dreifið yfir kjúklinginn þegar hann er borinn fram.
  4. Saxið vorlaukinn smátt og skerið kálið niður, ásamt belgbaununum og chilli.
  5. Kreisið lime yfir litla skál og bætið við soya sósunni. Bætið hnetusmjöri saman við, ásamt jógúrtinni – og raspið engiferið yfir. Smakkið til og kryddið eftir þörfum.
  6. Hellið vatninu af núðlunum og setjið á tvo diska, ásamt kjúklingnum, salati og sósu.

Uppskrift: Jamie Oliver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka