Beef bourguignon eins og þú færð á SNAPS

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

„Ég fór á Snaps fyr­ir til­vilj­un á Menn­ing­arnótt og pantaði mér þar Beef bourguignon og það var svo gott að það er búið að vera í koll­in­um á mér síðan að prófa að gera það heima, sem ég gerði um helg­ina og það sló held­ur bet­ur í gegn. Ótrú­lega bragðgóður rétt­ur sem er ekki mik­il fyr­ir­höfn á nema að leyfa hon­um hrein­lega að eld­ast sjálf­ur inn í ofni, til dæm­is til­valið að skipta hon­um út fyr­ir sunnu­dagslærið núna á haust­dög­um. Svo þess virði,“ seg­ir Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir á Döðlur & smjör um þenn­an klass­íska rétt sem hitt­ir alltaf í mark.

„Gott er að nota pott­járn­spott svo hægt sé að setja pott­inn inn í ofn en auðvitað hægt að leyfa rétt­in­um að eld­ast í potti á miðlungs­há­um hita í stað ofns­ins. Mæli líka með að nota fersk­ar kryd­d­jurtir en að sjálf­sögðu er hægt að skipta þeim út fyr­ir þurrkaðar/​krydd.“

Beef bourguignon eins og þú færð á SNAPS

Vista Prenta

Naut í rauðvínssósu

fyr­ir 4-6 manns

  • 200 g bei­kon
  • 1,5 kg nauta­kjöt (gúllas)
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 lauk­ur
  • 4 gul­ræt­ur
  • 3-4 hvít­lauksrif
  • 2 msk. hveiti
  • 600 ml rauðvín
  • 600 ml vatn
  • 2 nautakraft­ar
  • 2 msk. tóm­at­púrra
  • 2 lár­viðarlauf
  • 1 msk. fersk stein­selja
  • 1 msk. ferskt timj­an
  • ½ tsk. salt og
  • 1 tsk. pip­ar
  • 2 msk. smjör
  • 250 g svepp­ir
  • sósu­jafn­ari eft­ir þörf­um

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 175°C. Skerið bei­konið í litla bita og steikið í pott­in­um, þangað til að það er vel steikt, takið þá af og leggið til hliðar.
  2. Þá setjið þið kjötið í pott­inn og brúnið það. Skerið gul­ræt­ur í bita og lauk­inn smátt niður. Takið kjötið af pönn­unni og setjið hjá bei­kon­inu.
  3. Setjið þá olíu, gul­ræt­urn­ar og lauk­inn á pönn­una og steikið í 2-3 mín eða þangað til að lauk­ur­inn er orðinn mjúk­ur, bætið þá mörðum hvít­lauk sam­an við.
  4. Þá er kjöt­inu og bei­kon­inu blandað sam­an við græn­metið ásamt tveim­ur msk af hveiti. Hrærið létt sam­an.
  5. Bætið þá vökv­an­um og krydd­um sam­an við og hrærið í. Setjið pott­inn inn í ofn og leyfið rétt­in­um að krauma í hon­um næstu þrjá tím­ana.
  6. Skerið svepp­ina gróft og steikið upp úr smjöri og það sak­ar ekki að hafa smá hvít­lauk með.
  7. Takið þá pott­inn úr ofn­in­um og bætið svepp­un­um sam­an við. Þá er komið að því að taka lár­viðarlauf­in úr pott­in­um og sigta soðið frá kjöt­inu og græn­met­inu.
  8. Svo takið sigti og leggið yfir pott og síið vökv­ann frá. Setjið kjötið og græn­metið aft­ur í pott­inn sem það var í á meðan þið leyfið sós­unni að þykkna.
  9. Ef þið hafið stund til þess er gott að leyfa henni að þykkna dá­lítið sjálf með því að sjóða hana í u.þ.b. 10 mín, ef þið eruð óþol­in­móð eins og ég er þá er gott að nota sósu­jafn­ara og þykkja sós­una vel.
  10. Þá er rétt­ur­inn klár, ég mæli með að bera hann fram með kart­öflumús og jafn­vel smá brauði til að geta náð upp allri sós­unni af diskn­um, hún er það góð!
Ljós­mynd/​Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert