Nýi staðurinn fullbókaður alla daga

Gunnar Karl Gíslason opnaði nýverið nýjan veitingastað á Akureyri, er …
Gunnar Karl Gíslason opnaði nýverið nýjan veitingastað á Akureyri, er kallast North. mbl.is/

Ný­verið opnaði veit­ingastaður­inn North á Ak­ur­eyri, und­ir hand­leiðslu Gunn­ars Karls Gísla­son­ar meist­ara­kokks með meiru - en hann rek­ur Michel­in veit­ingastaðinn Dill í Reykja­vík. Staður­inn þykir hinn glæsi­leg­asti, enda ekki við öðru að bú­ast er Gunn­ar Karl og hans teymi koma sam­an. 

Það hef­ur ekki verið logn­molla í kring­um Dill þetta sum­arið, því veit­ingastaður­inn lokaði tíma­bundið í sum­ar og færði sig yfir á dansk­ar slóðir - nán­ar í Tív­olíið í Kaup­manna­höfn. Þar hafa þau eldað fyr­ir gesti frá öll­um heims­horn­um og munu áfram gera fram um miðjan sept­em­ber. Og svona í millitíðinni opnaði Gunn­ar Karl nýj­an stað á Ak­ur­eyri, er kall­ast North. 

Við náðum tali af Gunn­ari sem stadd­ur var í Kaup­manna­höfn, en hann kom hingað til lands við opn­un staðar­ins í þarsíðustu viku. Hann flaug beint frá Kö­ben til Ak­ur­eyr­ar, og sagði það hafa verið mjög þægi­leg­an kost - sem við vit­um að fleiri hafa tekið und­ir eft­ir að flug­um­ferðin var opnuð þarna á milli. 

Færri rétt­ir á seðli og ódýr­ari
Hvernig hafa viðtkök­urn­ar verið? „Það hef­ur gengið ótrú­lega vel, og staður­inn verið meira og minna full­bókaður alla dag­ana. Heima­menn hafa verið mest að sækja staðinn en túrist­inn er þarna að sjálf­sögðu líka. North er aðeins minni í sniðum en Dill í Reykja­vík, eins færri rétt­ir á mat­seðli og ódýr­ari“, seg­ir Gunn­ar Karl í sam­tali og bæt­ir við; „Við reyn­um að not­ast við hrá­efni að norðan og vilj­um gera bænd­um þar hátt und­ir höfði - enda fyrsta flokks hrá­efni sem maður geng­ur þar að“, seg­ir Gunn­ar Karl að lok­um. Þeir sem vilja kynna bragðlauk­ana fyr­ir nýrri upp­lif­un, geta heim­sótt North á Hafn­ar­stræti 67 – Ak­ur­eyri.

mbl.is/​North.is
mbl.is/​North.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert