Kartöflumeðlætið sem slær í gegn

Kartöflumeðlætið sem slær í gegn!
Kartöflumeðlætið sem slær í gegn! mbl.is/Jamie Oliver

Ef það er eitt­hvað sem við elsk­um hér á mat­ar­vefn­um, þá er það meðlæti. Og þá ekki síst kart­öflumeðlæti sem eng­inn get­ur staðist eins og þetta hér. Bakaðar kart­öfl­ur með kletta­sal­ati og osti sem smellpassa með helgarsteik­inni.

Kartöflumeðlætið sem slær í gegn

Vista Prenta

Kart­öflumeðlætið sem slær í gegn

  • 12 litl­ar kart­öfl­ur
  • Kletta­sal­at
  • 150 g Gorgonzola ost­ur, gróf­lega skor­inn
  • Ólífu­olía
  • Svart­ur pip­ar

Aðferð:

  1. For­hitið ofn­inn í 200 gráður. Nuddaðu hverja kart­öflu með smá ólífu­olíu og settu síðan í stórt eld­fast mót. Bakið í 1 klukku­stund, eða þar til kart­öfl­urn­ar eru orðnar gyllt­ar og mjúk­ar. Setjið til hliðar og látið kólna þar til hægt er að meðhöndla þær.
  2. Skerið bökuðu kart­öfl­urn­ar í tvennt, notaðu síðan te­skeið til að ausa úr miðjunni í skál – skildu eft­ir smá kart­öflu í kring­um brún­irn­ar svo kart­öfl­urn­ar haldi lög­un sinni. Maukið kart­öfl­una með gaffli. Saxið helm­ing­inn af kletta­sal­at­inu og bætið sam­an við maukuðu kart­öfl­una og Gorgonzola. Kryddið með pip­ar (Gorgonzola gef­ur saltið) og blandið sam­an. Setjið kart­öflu­maukið aft­ur í kart­öflu­hýðið.
  3. Setjið kart­öflu­hýðin á nokkr­ar bök­un­ar­plöt­ur og bakið í ofni í 10 mín­út­ur, þar til heitt í gegn og ost­ur­inn hef­ur bráðnað. Færið yfir á disk og toppið með af­gang­in­um af kletta­sal­at­inu og skvettu af ólífu­olíu.

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka