Þráðlausa græjan sem fólk hefur beðið eftir

Þráðlaus töfrasproti er nú loksins fáanlegur frá Bamix.
Þráðlaus töfrasproti er nú loksins fáanlegur frá Bamix. mbl.is/Bamix

Við elsk­um nýj­ung­ar sem auðvelda okk­ur lífið í eld­hús­inu og þessi hér er ein af þeim. Þráðlaus töfra­sproti sem fólk hef­ur beðið eft­ir, er nú loks­ins fá­an­leg­ur frá Bamix.

Þráðlausi, fyr­ir­ferðalitli en jafn­framt kraft­mikli töfra­sprot­inn frá Bamix er nýj­ung sem veit­ir þér for­dæma­laus­an sveigj­an­leika í eld­hús­inu. Með sprot­an­um má jafna, hakka, þeyta, hræra, mauka og mala ávexti, græn­meti, kjöt, ís og ýmsa vökva. Sprot­inn er vatnsþétt­ur að hluta og geym­ir tvær hraðastill­ing­ar, ann­ars veg­ar 8000 rpm (snún­ing­ar á mín­útu) og hins veg­ar 14000 rpm. Í PRO-sprot­an­um er einnig svo­kölluð 'booster' still­ing, en með henni nærðu allt að 15500 rpm. Raf­hlaðan end­ist í 20 mín­út­ur og hægt er að beita sprot­an­um sam­fleytt í allt að 3 mín­út­ur. Töfra­sprot­an­um fylg­ir jafn­framt hníf­ur, skífa og hræra. 

Bamix töfra­sprot­arn­ir hafa ekki breyst mikið síðustu 60 árin. Þeir voru fyrstu mat­vinnslu­vél­ar sinn­ar teg­und­ar árið 1954, þegar fram­leiðslan hófst í Sviss - en sprot­arn­ir eru enn fram­leidd­ir þar í landi. Þessa ómiss­andi græju má finna í versl­un­in­inni Kokku

mbl.is/​Bamix
mbl.is/​Bamix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert