Snjallasta leiðin til að loka snakkpokanum

Við elskum snakk!
Við elskum snakk! mbl.is/Just-eat

Hálf­kláraður snakk­poki get­ur fljótt byrjað að missa sig, og þá eru góð ráð dýr – eða hvað? Það má með sniðugri aðferð loka snakk­pok­an­um á ein­fald­an máta eins og TikT­ok hef­ur kennt okk­ur.

Ein af okk­ar upp­á­halds sam­fé­lags­miðla­stjörn­um á TikT­ok er hún @mama_mila_ – en hún er oft­ar en ekki með bestu ráðin í bók­inni er kem­ur að þrif­um og ann­ars­kon­ar sniðugri aðferðum. Hér sýn­ir hún okk­ur hvernig megi loka snakk­poka til að halda hon­um leng­ur fersk­um með því að snúa upp á end­ana og bretta þá svo niður og yfir. Hljóm­ar ef­laust smá rugl­ings­lega, og þess vegna leyf­um við mynd­band­inu hér fyr­ir neðan að fylgja með.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert