Pastarétturinn sem kemur þér á óvart

Pastaréttur með brokkolí og haug af parmesan gjörið svo vel.
Pastaréttur með brokkolí og haug af parmesan gjörið svo vel. mbl.is/Jamie Oliver

Stund­um kalla dag­arn­ir á góðan pasta­rétt og þá er þessi hér að fara tikka í öll box hvað það varðar. Pasta með brok­kolí, an­sjó­s­um og haug af par­mes­an er rétt­ur sem verður að smakk­ast. 

Pastarétturinn sem kemur þér á óvart

Vista Prenta

Pasta­rétt­ur sem gælir við munn­vik­in

  • 2 stór­ir brok­kolí­haus­ar
  • 2 stór hvít­lauksrif
  • 8 an­sjó­s­ur, í olíu
  • Smjör
  • 2-4 litl­ir þurrkaðir rauður chili
  • 450 g or­ecchiette pasta (eða annað pasta)
  • Par­mes­an ost­ur

Aðferð:

  1. Snyrtið brok­kolíið og skerið haus­ana af stilk­un­um. Saxið hvít­lauk­inn. 
  2. Saxið brok­kolíið smátt og setjið á stóra pönnu ásamt hvít­laukn­um, an­sjó­s­un­um og tveim­ur mat­skeiðum af smjöri. Myljið chili út á pönn­una, setjið lok yfir og látið malla á væg­um hita í 8-10 mín­út­ur. Sjóðið pastað á meðan sam­kvæmt leiðbein­ing­um. 
  3. Setjið pastað út á pönn­una og geymið ör­líitið af pasta­vatn­inu. Takið því næst pönn­una af hit­an­um. 
  4. Kryddið eft­ir smekk með sjáv­ar­salti, pip­ar og jafn­vel meira smjöri. Raspið par­mes­an ost yfir og blandið öllu sam­an. Bætið smá­veig­is af pasta­vatn­inu sam­an við ef þarf. 
  5. Berið fram með par­mes­an osti og góðu brauði. 

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert