Kokteillinn sem Elísabet Bretlandsdrottning elskaði

Drottningin var mikil selskapskona og elskaði fátt meira en góðan …
Drottningin var mikil selskapskona og elskaði fátt meira en góðan kokteil.

Það berast víða fréttir af drottningarmóðurinni sem lést nú á dögunum, en hún var þekkt fyrir að sötra ljúffengan ginkokteil sem við höfum uppskriftina að. 

Elísabet Bretadrottning elskaði Dubonnet í bland við gin og gerði í áraraðir. En drykknum var blandað saman við tvo ísmola og skreytt með sítrónubát. Þessi drykkur er tilvalinn til að skála í eftir helgina þegar Elísabet verður borin til grafar.

Uppskrift að drottningarkokteil

  • 60 ml Dubonnet
  • 30 ml gin
  • ísmolar
  • sítrónubátur

Aðferð:

  1. Settu kokteilhristara í frysti í klukkutíma áður en þú ætlar að hrista saman kokteil. 
  2. Settu Dubonnet og gin í hristarann og hrærðu í með skeið þar til blandan er orðin köld. 
  3. Bættu við tveimur ísmolum og sítrónubát í glas áður en þú hellir drykknum í glasið. 
  4. Berðu fram og njóttu  skál! 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka