Kakan sem Elísabet Bretadrottning elskaði

Elísabet á forsíðu The Times.
Elísabet á forsíðu The Times.

Við temjum okkur konunglega siði þessa dagana og færum ykkur hér köku sem Elísabet heitin elskaði að gæða sér á. Þessi hrákökuuppskrift er sáraeinföld og einstaklega góð - en þess má geta að kakan er í það miklu uppáhaldi hjá bresku konungsfjölskyldunni að hún var á boðstólum í brúðkaupi Vilhjálms prins og Kate Middleton.

Uppáhaldskaka bresku konungsfjölskyldunnar

  • 225 g Rich Tea kex (eða annað sambærilegt eins og matarkex)
  • 115 g ósaltað og mjúkt smjör
  • 115 g sykur
  • 115 g dökkt súkkulaði
  • Eitt egg (má sleppa)

Krem

  • 225 g dökkt súkkulaði
  • 30 g mjólkursúkkulaði til skrauts

Aðferð:

  1. Smyrjið kökuform með smjöri.
  2. Myljið kexið í höndunum. 
  3. Blandið saman smjöri og sykri í skál og bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Bætið súkkulaðinu út í skálina og blandið vel saman. 
  4. Setjið eggið saman við ef vill og því næst kemur kexið út í skálina. Setjið blönduna í kökuformið og inn í ísskáp í þrjá tíma. 
  5. Takið kökuna úr forminu og bræðið 225 grömm af dökku súkkulaði. Hellið súkkulaðinu yfir kökuna og notið hníf til að dreifa því jafnt yfir alla kökuna. Bræðið því næst mjólkursúkkulaðið eða raspið það yfir kökuna eftir smekk. 
Afskaplega girnileg kaka!
Afskaplega girnileg kaka! mbl.is/projectveganbaking
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka