Fiskipanna sem bjargar vikunni

Fiskipanna sem engan svíkur.
Fiskipanna sem engan svíkur. mbl.is/Jamie Oliver

Þessi rétt­ur ætti að vera á boðstóln­um í hverri viku - því hann er ein­fald­ur, bragðgóður og bjarg­ar vik­unni svo ekki sé minna sagt. 

Fiskip­anna sem bjarg­ar vik­unni

Vista Prenta

Fiskip­anna sem bjarg­ar vik­unni

  • 1 kg kart­öfl­ur
  • 320 g brok­kolí
  • 100 g tart­arsósa
  • Ólífu­olía
  • 400 g lax
  • 320 g kirsu­berjatóm­at­ar
  • 1 búnt graslauk­ur
  • 165 g ris­arækj­ur
  • 1/​2 sítr­óna

Aðferð:

  1. For­hitið ofn­inn í 200 gráður. 
  2. Skerið kart­öfl­urn­ar í 3 cm bita og sjóðið á grunnri pönnu þar til meyr­ar. Bætið brok­kolí­inu sam­an við síðustu fjór­ar mín­út­urn­ar. Hellið vatn­inu af og takið brok­kolíið til hliðar. Bætið tart­arsós­unni sam­an við ásamt 1/​2 msk. af ólífu­olíu og maukið vel sam­an - kryddið til eft­ir smekk. 
  3. Setjið pönn­una á miðlungs­hita og notið bak­hlið á skeið til að dreifa mauk­inu yfir botn­inn og hliðarn­ar á pönn­unni. Dreypið olíu yfir og setjið inn í ofn í 20 mín­út­ur, eða þar til gyllt að lit. 
  4. Raðið brok­kolí­inu yfir bök­una. Skerið lax­inn í 1 cm lang­ar ræm­ur og skerið tóm­at­ana til helm­inga. Saxið graslauk­inn smátt. Raðið öllu yfir brok­kolíið ásamt rækj­un­um, sítr­ónusaf­an­um, sjáv­ar­salti og svört­um pip­ar. Setjið aft­ur inn í ofn í 10 mín­út­ur eða þar til fisk­ur­inn og rækj­an eru elduð í gegn. 

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka