Kökurnar sem gerðu allt brjálað

Ljósmynd/María Gomez

„Hér gef­ur að líta á geggjaðar kök­ur sem eru svo góðar að það er eig­in­lega hættu­legt að baka þær, því maður get­ur bara ekki stoppað. Kök­urn­ar eru af­sprengi af þess­um kök­um hér að neðan sem má kannski segja að gamni að hafi gert allt brjálað,“ seg­ir María Gomes á Paz.is um upp­skrift­ina hér að neðan en eft­ir að upp­skrift­in birt­ist fór allt á hliðina.

„Bæði í þeim skiln­ingi að þær eru brjálæðis­lega góðar og líka bók­staf­lega gerðu þær aðila út í bæ brjálaðan út í mig sem ásakaði mig um að vera óheiðarleg. Ástæðan er sú að hon­um fannst ég vera að stela “go to” upp­skrift­ini sinni frá Tasty, og að það væri mesta bull að ég hafi fundið hana skrifaða niður í bók út í bíl­skúr,“ seg­ir María og held­ur áfram. „Við hjón­in erum mikið áhuga­fólk um upp­skrift­ir og eig­um ógrynni af upp­skrift­um sem hafa verið klippt­ar úr tíma­rit­um og blöðum héðan og þaðan. Eins riss­um við stund­um upp í sér­stak­ar stíla­bæk­ur, sem við höf­um átt í gegn­um tíðina, upp­skrift­ir sem við höf­um prófað eða lang­ar að prófa.“

„Þar sem marg­ar af þeim eru fengn­ar fyr­ir mína bloggtíð er erfitt að vita frá hvaða aðila, vefsíðu, tíma­riti eða bara yfir höfuð hvaðan þær koma. Sum­ar af þeim eru frum­samd­ar af mér og jafn­vel allt að 15-20 ára gaml­ar aðrar ekki,“ seg­ir María og bæt­ir því við að hún gæti þess alltaf sér­stak­lega á vesíðunni sinni að geta heim­ilda ef upp­skrift­irn­ar eru ekki frum­samd­ar. Hún hafi hins veg­ar ekki vitað að upp­skrift­in hafi upp­runa­lega komið frá Tasty þegar hún fékk hana að láni frá eig­in­manni sín­um eins og frægt er orðið.

„En rétt skal vera rétt og hér með staðfest­ist það hin upp­skrift­in með súkkulaðibit­un­um í er lík­leg­ast feng­in frá Tasty en hún er nán­ast eins. Eins stend ég við hvernig ég fann upp­skrift­ina enda er ég ekki vön að vera óheiðarleg þegar ég get þess hvernig upp­skrift­irn­ar af vefn­um eru fengn­ar,“ seg­ir María og við staðfest­um það að það eru fáir mat­ar­blogg­ar­ar jafn öfl­ug­ir í að geta heim­ilda eins og hún er.

Kökurnar sem gerðu allt brjálað

Vista Prenta

Kök­urn­ar sem gerðu allt brjálað

Hrá­efni

  • 100 g syk­ur 
  • 165 g púður­syk­ur 
  • 1 tsk. fínt borðsalt 
  • 115 g bráðið smjör 
  • 1 egg 
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar 
  • 155 g hveiti 
  • 1/​2 tsk. mat­ar­sódi 
  • 120 g hvíta súkkulaðidropa (það má líka skera niður hvítt súkkulaði í grófa bita)
  • 100 g maka­da­míu­hnet­ur (ég notaði sem komu ristaðar og saltaðar í pok­an­um)

Aðferð

  1. Þeytið sam­an í hræri­vél syk­ur, salt og smjör þar til það verður kekkjalaust og þykkt 
  2. Bætið þá egg­inu sam­an við ásamt vanillu­drop­um og þeytið þar til það verður þykkkt, létt og loft­kennt 
  3. Setjið þá næst hveitið og mat­ar­sódann og hrærið sam­an með sleikju eða sleif en ekki í hræri­vél og passið að hræra ekki of mikið því þá verða kök­urn­ar ekki eins góðar, bara rétt svo að blanda sam­an á þessu stigi 
  4. Setjið að lok­um súkkulaðið og hnet­urn­ar út í og hrærið aft­ur sem minnst með sleif eða sleikju. Kælið deigið í minnst 30 mín­út­ur, því leng­ur sem þið kælið deigið því betri kök­ur en Raggi gerði þetta deig að kvöldi og geymdi í ís­skáp yfir nótt......
  5. Hitið ofn­inn á 180°C blást­ur og setjið bök­un­ar­papp­ír á plötu 
  6. Best er að móta svo kök­urn­ar með smá­köku­skeið eða ís­skeið (hér t.d fæst sniðug skeið en notið þá stærri skeiðina) 
  7. Raðið svo hverri köku­kúlu úr skeiðinni með 10 cm á milli svo þær leki ekki sam­an og hafið eins og 5 cm frá end­an­um á plöt­unni svo þær leki ekki út af
  8. Bakið svo í 12-15 mín­út­ur eða þar til kant­arn­ir eru aðeins bún­ir að dökkna en eru ljós­ari í miðju, Raggi hafði þær í slétt­ar 13 mín­út­ur. Ekki baka þær of mikið þá verða þær ekki mjúk­ar inn að miðju

Gott er að geyma kök­urn­ar í zip it poka eða loft­tæmdu boxi. Ég set þær stund­um í fryst­ir og tek svo út eina og eina og læt þiðna á borði í eins og 15 mín­út­ur.

Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert