Nýjasta TikTok æðið kemur verulega á óvart

Gulrætur eru hollar og næringarríkar.
Gulrætur eru hollar og næringarríkar. mbl.is/

Und­an­farið hef­ur hrátt gul­rót­ar­sal­at verið að trana sér fram á TikT­ok - en sal­atið er sagt að muni hjálpa til við að koma jafn­vægi á horm­ón­ana okk­ar. Fólk hef­ur verið að hrósa hrásal­at­inu bak og fyr­ir á sam­fé­lags­miðlum, er það er einnig talið hjálpa til við að losna við fitu á maga. Hér eru gul­ræt­urn­ar rifn­ar niður í skál og blandaðar sam­an við kó­kosol­íu, epla­e­dik, sjáv­ar­salt og svart­an pip­ar. 

Nær­ing­ar­fræðing­ar vilja meina að gul­ræt­ur séu góðar fyr­ir okk­ur, en þær eru eng­in töfr­andi of­ur­fæða. Gul­ræt­ur eru nær­inga­rík­ar, trefja­rík­ar og halda þörm­un­um vel gang­andi - sem er mik­il­vægt til að losa eit­ur­efni úr lík­am­an­um. Út frá því sjón­ar­horni, þá má einnig finna trefjar í öðru græn­meti og ávöxt­um, eins belg­jurt­um, heil­korn­um, hnet­um og fræj­um - en trefjar hjálpa til við að metta mag­ann og draga úr snakkáti. 

Að borða hrátt gul­rót­ar­sal­at telst sem góður kost­ur í mat­ar­dag­bók­ina þína, en það má ekki bú­ast við því að það lagi lífið á einni nóttu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert