Bjórhátíð Ölverks haldin um helgina

mbl.is/Mynd aðsend

Brugg­húsið Ölverk mun opna dyrn­ar og halda bjór­hátíð þessa helg­ina – en þetta er í þriðja sinn sem hátíðin fer fram. Hér fara sam­an veig­ar í fljót­andi og föstu formi í bland við hress­andi tón­list­ar­atriði. 

Á bjór­hátíðinni í ár verða í heild­ina 35 fram­leiðend­ur, en síðast í gær var Qajaq Brew­ing frá Græn­landi að staðfesta komu sína í Hvera­gerði. Íslensku fram­leiðend­urn­ir koma alls staðar af land­inu og fram­leiða allskyns ljúf­fenga drykki. En það eru ekki ein­ung­is bjór­fram­leiðend­ur á hátíðinni, því einnig verður hægt að smakka ým­is­legt annað eins og viskí, gin, landa, lí­kjöra, mjöð, kokteila, Kombucha, gos, bjórís, súkkulaði, osta og fleira.

Við náðum tali af Lauf­eyju Sif Lár­us­dótt­ur sem rek­ur Ölverk ásamt manni sín­um Elvari Þrast­ar­syni brugg­meist­ara og hafði þetta að segja. 

„Hann er skemmti­leg­ur hinn semí-nor­ræni vink­ill sem hef­ur skap­ast í kring­um þessa hátíð, en í ár koma fram­leiðend­ur frá Íslandi, Græn­landi, Fær­eyj­um og Bretlandi. Hver veit nema við náum að sann­færa eitt­hvað brugg­hús frá Álands­eyj­um til þess að mæta á næsta ári,“ seg­ir Lauf­ey í sam­tali. 

Bjórhátíð Ölverk fer fram um helgina.
Bjór­hátíð Ölverk fer fram um helg­ina. mbl.is/​Mynd aðsend

Paco er það nýj­asta á mat­seðli

Gest­ir bjór­hátíðar­inn­ar geta svo sann­ar­lega farið að hlakka til, því fyr­ir utan línu­lega dag­skrá í mat og drykk - þá mun Ölverk kynna til leiks nýj­ung á mat­seðli sem kall­ast 'Paco', en það er soft taco pítsa sem Elv­ar hef­ur verið að þróa und­an­farna mánuði og er sann­kallaður bragðlauka rússi­bani að sögn Lauf­eyj­ar. 

„Í sölu verða fjór­ar mis­mun­andi teg­und­ir af Paco sem koma all­ar fersk­ar úr pít­sofn­in­um okk­ar. Kín­verskt chorizo Paco þar sem Spánn og Mexí­kó mæt­ast í pítsu/​taco. Síðan er það kín­verskt (veg­an) chorizo Paco, en á báðum rétt­un­um verðum við með Ölverk an­an­as salsa sem fæst í mildri og sterkri út­gáfu. Einnig má finna Eld­tungu sós­una Gosi, en hún líkt og aðrar sós­ur úr okk­ar fram­leiðslu er fram­leidd á Ölverk úr ís­lensk­um chili sem við fáum frá Oddi frænda á Braut­ar­hóli sem rækt­ar allt það chili sem við not­um í sterku sós­un­um okk­ar. Þeir sem vilja auka­leg­an hita geta þá skvett dug­lega af Eld­tung­um sós­un­um okk­ar á alla rétti. Eins bjóðum við upp á Kimchi tún­fisk bræðings Paco sem sér­löguðu kimchi tún­fisk sal­ati. Eft­ir­rétt­ur bjór­hátíðar­inn­ar verður PJ Paco, sem er him­neskt soft taco með hnetu­smjöri og hind­berja­sultu,“ seg­ir Lauf­ey og við fáum vatn í munn­inn. 

mbl.is/​Mynd aðsend

Bratwurst pyls­ur og tón­list­ar­veisla

Það er ekki allt upp­talið, því eins verða til sölu Bratwurst pyls­ur og sér­gerðar pretzels frá GK bakarí á Sel­fossi, en báðum rétt­un­um fylgja sér­gerðar Ölverk sós­ur. Eft­ir klukk­an átta um kvöldið, báða dag­ana, hætta all­ir fram­leiðend­ur að gefa bjór­hátíðargest­um að smakka af sinni fram­leiðslu og hefst þá í yl­rækt­ar gróður­hús­inu þar sem hátíðin fer fram - hefðbund­in bar­sala og tón­list­ar­veisla sem stend­ur til klukk­an eitt um nótt­ina. Eft­ir­far­andi tón­listarflytj­end­ur munu koma fram á hátíðinni - hljóm­sveit­in Syk­ur, BlazRoca, hljóm­sveit­in Gosi, Her­bert Guðmunds­son, FM Belfast (DJ sett), DJ Yama­ho, Atli Kanill og DJ Ewok. Það er aug­ljóst að stuðið verður í há­marki þessa helg­ina í Hvera­gerði, en aðgang­ur að aðal­tón­list­ar­veisl­unni fylg­ir að sjálf­sögðu öll­um þeim pöss­um sem keypt­ir eru. Öðrum gefst tæki­færi að greiða sig inn eft­ir klukk­an 21:30 og er hægt að nálg­ast miðakaup HÉR. Það er eng­in ástæða til ann­ars en að mæta og lyfta sér upp þessa helg­ina. 

Það var mikið lagt upp með skreytingar á síðust hátíð.
Það var mikið lagt upp með skreyt­ing­ar á síðust hátíð. mbl.is/​Mynd aðsend
Laufe Sif, annar eigandi Ölverk.
Laufe Sif, ann­ar eig­andi Ölverk. mbl.is/​Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert