Fögnuðu 131 ári með risastórri súkkulaðiköku

Hollywood hjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones, deila sama afmælisdegi.
Hollywood hjónin Michael Douglas og Catherine Zeta-Jones, deila sama afmælisdegi. mbl.is/Getty

Óskar­sverðlauna­haf­arn­ir og hjón­in Michael Douglas og Cat­her­ine Zeta-Jo­nes, fögnuðu nú á dög­un­um af­mæl­is­dög­un­um sín­um sam­an með risa­stórri köku. 

Hjóna­korn­in eiga bæði af­mæli þann 25. sept­em­ber, þar sem Michael varð 78 ára og þokkagyðjan Cat­her­ine varð 53 ára göm­ul. Sam­an blésu þau á kert­in á stórri sjö laga tertu skreytt blóm­um, en kert­in á toppi kök­unn­ar mynduðu töl­una 25 - sem er fjöldi af­mæl­is­daga sem þau hafa átt sam­an sem par. Hjón­in birtu mynd­ir af sér á In­sta­gram, en Cat­her­ine er ein­ung­is með 4,2 millj­ón­ir fylgj­enda á meðan Michael er með 1 millj­ón aðdá­enda á sam­fé­lags­miðlin­um. Og ef marka má meðfylgj­andi mynd­ir, þá er ást­in enn í full­um blóma hjá skötu­hjú­un­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert