Varð að endurskoða heilsuna rækilega

María Gomez
María Gomez

Mat­ar­blogg­ar­inn og fag­ur­ker­inn María Gomez er búin að eiga anna­samt sum­ar enda einn öfl­ug­asti mat­ar­blogg­ari lands­ins auk þess að starfa sem flug­freyja.

Mikið svefn­leysi og ann­ir urðu til þess að hún varð að end­ur­skoða heils­una frá grunni. Hún var kom­in með afar slæma liðverki.

„Það fyrsta sem ég tók eft­ir út­lits­lega var þurr húð og negl­ur og þá fann ég fyr­ir mikl­um verkj­um þegar ég vaknaði á morgn­ana,“ seg­ir María.

„Ég var svo hepp­in að eiga dunka af Feel Ice­land kolla­geni upp í skáp sem ég hafði löngu áður fengið gef­ins til að prófa en aldrei komið mér í að nota það. Loks ákvað ég að nota það með þess­um frá­bæra ár­angri en eft­ir um það bil mánaðarnotk­un sá ég og fann strax mun á hár­inu, nögl­un­um og liðverkj­un­um.“

„Ég er alltaf smá skeptísk á fæðubót­ar­efni en eft­ir að hafa tekið Feel Ice­land inn í heilt sum­ar get ég með sanni mælt með þess­um vör­um. Þær eru bún­ar að koma mér í gegn­um afar anna­samt sum­ar en ég hef náð að losna við afar slæma liðverki sem ég var far­in að finna ansi mikið fyr­ir,“ seg­ir María en hún not­ar kolla­gen í nán­ast hvað sem er; heita drykki, bakst­ur og súp­ur. Upp­á­haldið seg­ir hún þó að séu pönnu­kök­ur sem hún borði bæði í morg­un­mat og taki með sér í nesti en hér deil­ir hún upp­skrift­inni með okk­ur. 

Sann­ar­lega snar­holl­ar og saðsam­ar.

Ljós­mynd/​María Gomez

Varð að endurskoða heilsuna rækilega

Vista Prenta

Holl­ar og saðsam­ar kolla­genpönns­ur

Ger­ir 4 pönnu­kök­ur

  • 1/​2 dl fínt hveiti eða spelt
  • 1/​2 dl heil­hveiti eða gróft spelt
  • 1/​2 tsk. vín­steins­lyfti­duft
  • 1/​2 tsk. fínt borðsalt
  • 1/​2 dl haframjöl (ekki trölla­hafr­ar)
  • 2 mæliskeiðar kolla­g­en­duft frá Feel Ice­land
  • 1-2 msk. sól­blóma­fræ (ekki sleppa það ger­ir svooo gott)
  • 2 msk. rús­ín­ur
  • 1/​2 dl eggja­hvít­ur
  • 1/​2 dl haframjólk
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 1-2 msk. ólífu­olía

Aðferð

  1. Takið skál og skeið.
  2. Setjið öll þur­refn­in sam­an í skál og hrærið sam­an með skeiðinni.
  3. Setjið næst eggja­hvít­ur, haframjólk, vanillu­dropa og olíu sam­an við þur­refn­in.
  4. Hrærið vel sam­an með skeið og látið standa rétt á meðan pann­an er hituð upp á hæsta hita.
  5. Úðið pönn­una með matarol­íuúða og lækkið hit­ann um helm­ing.
  6. Setjið deigið í fjór­um skömmt­um á pönn­una og þegar loft­ból­ur mynd­ast ofan á er kom­inn tími til að snúa pönnu­kök­un­um við.
  7. Bakið þar til þær verða ljós­brún­ar, þannig eru þær best­ar. Smyrjið svo glóðvolg­ar með smjöri og osti.
  8. Mér finnst þær geggjaðar með kaff­inu eða app­el­sínusafa.
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert