Andasalatið sem fullkomnar helgina

Andasalat upp á tíu!
Andasalat upp á tíu! mbl.is/Jamie Oliver

Hér er rétt­ur sem mun full­komna helg­ina - þegar við vilj­um gera vel við okk­ur. Anda­sal­at með app­el­sínu­bit­um og hnet­um sem æra bragðlauk­ana. 

Það er eng­inn ann­ar en meist­ari Jamie Oli­ver sem á heiður­inn að þess­ari snilld sem eng­inn ætti að láta fram­hjá sér fara.

Andasalatið sem fullkomnar helgina

Vista Prenta

Anda­sal­at upp á tíu

  • 2x 150 g anda­bring­ur
  • 1 bagu­ette brauð
  • 15 g ósaltaðar val­hnet­ur
  • 3 app­el­sín­ur eða blóðapp­el­sín­ur
  • 30 g vatnakarsi

Aðferð:

  1. Nuddið anda­bring­urn­ar með sjáv­ar­salti og svört­um pip­ar. Hitið pönnu á meðal­hita og hitið bring­urn­ar með skinnið á pönn­unni. Eldið í sex mín­út­ur þar til gyllt­ar á lit, snúið þá bring­un­um við og eldið áfram í fimm mín­út­ur. Látið hvíla til hliðar á diski. 
  2. Skerið bagu­ette brauðið í tíu þunn­ar sneiðar og ristið (getið geymt rest­ina af brauðinu í af­ganga þar til dag­inn eft­ir).
  3. Ristið hnet­urn­ar á pönn­unni – og ekki þrífa hana á milli, leyfið fit­unni af kjöt­inu að vera á pönn­unni. 
  4. Skerið app­el­sín­urn­ar niður í bita. 
  5. Skerið anda­bring­urn­ar fín­lega niður og leggið á brauðið og leggið app­el­sínu­bita ofan á. Stráið vatnakarsa og hnet­un­um yfir og njóið af bestu lyst. 

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert