Eldhúsgólfið sem stelur senunni

Einstaklega fallegt og skemmtilegt val á gólfefni sem við sjáum …
Einstaklega fallegt og skemmtilegt val á gólfefni sem við sjáum hér. mbl.is/Brett Boardmann

Þegar gólfefnið stelur senunni, þá lítur eldhúsið nokkurn veginn svona út. 

Hér sjáum við eldhús sem staðsett er hinum megin á hnettinum, eða í sólríku Ástralíu. Hönnunin liggur í höndunum á Arent & Pike og Polly Harbison Design, sem hafa vandað vel til verka eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Innréttingin er að hluta til flöskugræn með hvítum steini og brasseruðum handföngum og hinsvegar með viðarskápum og hvítum flísalögðum vegg. Stjarnan í partíinu er hins vegar terrazzo gólfefnið - eða grænar og hvítar tígullaga flísar sem endurspegla litavalið í sjálfri innréttingunni. 

mbl.is/Brett Boardmann
mbl.is/Brett Boardmann
mbl.is/Brett Boardmann
mbl.is/Brett Boardmann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka