Gúrmei vefja að hætti Jamie Oliver

Vefjan sem mettar magann.
Vefjan sem mettar magann. mbl.is/Jamie Oliver

Má bjóða ykk­ur vefju sem sam­ein­ar morg­un­mat og há­deg­is­mat í ein­um bita? Þessi vefja er stút­full af orku sem nýt­ist ykk­ur vel inn í dag­inn. 

Gúrmei vefja að hætti Jamie Oliver

Vista Prenta

Vefj­an sem er stút­full af orku 

  • 2 stór egg
  • Ólífu­olía
  • 10 g chedd­ar ost­ur
  • 1 tortilla kaka
  • 1/​2 búnt af ferskri basiliku
  • Chili sósa
  • 200 g tóm­at­ar

Aðferð:

  1. Setjið egg­in í skál og kryddið með sjáv­ar­salti og svört­um pip­ar. Pískið sam­an með gaffli.
  2. Dreypið smá­veg­is af ólífu­olíu á heita pönnu á meðal­hita, og þurrkið það mesta af með eld­húspapp­ír. Setjið egg­in út á pönn­una og veltið pönn­unni til að egg­in leki út í all­ar hliðarn­ar. 
  3. Rífið chedd­ar ost­inn yfir og látið bráðna í tæpa 1 mín­útu og takið því næst omm­elett­una af pönn­unni. 
  4. Hitið tortilla kök­una á pönn­unni á báðum hliðum. Leggið kök­una ofan á omm­elett­una og flippið því næst hvoru tveggja aft­ur yfir á pönn­una, svo að kak­an snúi á pönn­unni. 
  5. Stráið söxuðum basil yfir og dreypið chili sós­unni einnig yfir. 
  6. Skerið tóm­at­ana niður og dreifið yfir eggja­kök­una ásamt kletta­sal­ati ef vill. Saltið og piprið. 
  7. Setjið bök­un­ar­papp­ír á borðið og rennið eggja­kök­unni yfir á papp­ír­inn. Notið síðan papp­ír­inn til að rúlla upp tortill­unni og skerið til helm­inga. 

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka