Tekur Hrekkjavökunni mögulega of alvarlega

Sara Adams og fjölskylda, heldur hrekkjavökuna hátíðlega frá júlí til …
Sara Adams og fjölskylda, heldur hrekkjavökuna hátíðlega frá júlí til október - ár hvert. mbl.is/Collect/PA Real Life

Fimm barna móðir nokk­ur, tek­ur hrekkja­vöku­hátíðina al­var­legri aug­um en flest okk­ar – og skreyt­ir heim­ilið hátt og lágt í júlí og fram í októ­ber. 

Í byrj­un júlí, tek­ur Sara Adams sig til og skreyt­ir húsið með ófríni­leg­um dúkk­um, kóngu­ló­ar­vefj­um og grasker­um. En skreyt­ing­ar kosta hátt í 600 þúsund! Þessa fjóra mánuði yfir árið keyr­ir ekk­ert annað en hryll­ings­mynd­ir í sjón­varp­inu, eða eins hrylli­leg­ar og börn­in þola. Fjöl­skyld­an elsk­ar að klæða sig upp eins og Addams fjöl­skyld­an (hin eina og sanna), og fer reglu­lega í gervi. Meira segja yngsta barnið á heim­il­inu kúr­ir með Chucky dúkku þegar hann fer að sofa. 

Sara seg­ist ekki hafa haldið upp á hrekkja­vök­una sem barn og sé hálfpart­inn að bæta upp fyr­ir glataðan tíma. Á hrekkja­vök­unni sjálfri heng­ir fjöl­skyld­an upp litla poka með nöfn­un­um þeirra, sem Sara sér til að fylla af alls kyns góðgæti til að njóta. Hún hef­ur einnig haldið bíó­kvöld þar sem hún bakaði smá­kök­ur sem litu út eins og bíómiðar sem gest­ir gátu nartað á yfir mynd­inni - og það þykir okk­ur metnaður. 

mbl.is/​Col­lect/​PA Real Life
mbl.is/​Col­lect/​PA Real Life
mbl.is/​Col­lect/​PA Real Life
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert