Hrekkjavökurófur fást á Selfossi

mbl.is/Skjáskot Skálpur

Á Sel­fossi fer fram sala á svo­kölluðum 'Hrekkja­vökuróf­um' - en róf­urn­ar hafa slegið í gegn hjá þeim sem halda hátíðlega upp á dag­inn. 

Skálp­ur á Stóru Sand­vík á Sel­fossi sel­ur róf­ur og rófu­fræ beint frá býli, en fyr­ir­tækið hef­ur verið starf­andi frá ár­inu 1979, þó að róf­urn­ar hafa verið ræktaðar þar á bæn­um í næst­um ára­tug fyrr. Sand­vík­ur­róf­an er tal­in vera safa­rík­ari og bragðbetri en aðrar róf­ur - en rófu­fræið er harðgerðara og þolir bet­ur ís­lensk veður­skil­yrði en önn­ur fræ sem ræktuð eru er­lend­is. 

Hrekkja­vökuróf­ur eru öðru­vísi en aðrar róf­ur sem við þekkj­um til, því ræt­urn­ar eru ekki skorn­ar af og eru það stór­ar um sig að auðvelt er að skera út hin ýmsu mynstur. Róf­urn­ar má kaupa beint frá Skálpi í Stóru Sand­vík og eins í Netto á Sel­fossi - en hver rófa kost­ar þúsund krón­ur. Eins má panta beint á Face­book síðu bónd­ans HÉR

Annað um róf­ur:

  • Róf­ur eru heilsu­bæt­andi! Þær inni­halda t.d. trefjar sem hafa góð áhrif á lík­amann. 
  • Trefjar hafa hemj­andi áhrif á insúlín fram­leiðslu í lík­am­an­um og dreg­ur úr estrogenmagni í lík­am­an­um. Þar af leiðandi stuðlar trefja­rík fæða t.d. að minni lík­um á brjóstakrabba­meini. 
  • Trefjar stuðla líka að lækk­un á blóðkó­lestróls og minnka því lík­ur á hjarta- og æðasjúk­dóm­um. 
  • Trefja­rík fæða kem­ur melt­ing­unni oft af stað. 

Hér fyr­ir má sjá hvernig róf­ur eru skorn­ar út í ófrýni­leg mynstur fyr­ir Hrekkja­vök­una.

mbl.is/​Skálp­ur
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert