Kósírétturinn sem hittir í mark

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

„Ég var að prófa gnocchi í fyrsta skipti og ætla ég al­veg að segja að ég var smá skeptísk á þetta í upp­hafi þar sem þetta er aðeins önn­ur áferð en á venju­legu pasta,“ seg­ir Berg­lind Hreiðars­dótt­ir á Gotteri.is um þessa upp­skrift sem við köll­um hinn full­komna kósímat.

„Gnocchi er þétt­ara í sér og stífara und­ir tönn en al­mátt­ug­ur þessi baka var und­ur­sam­leg og virki­lega gam­an að prófa að breyta aðeins út af van­an­um með hefðbundið pasta!“

Kósírétturinn sem hittir í mark

Vista Prenta

Gnocchi-baka

Fyr­ir 4-6

  • 3 kjúk­linga­bring­ur frá Rose Poul­try
  • 300 g frosið rósa­kál
  • 200 g kast­an­íu­svepp­ir
  • 3 hvít­lauksrif
  • 1 pakki DeCecco-gnocchi (500 g)
  • 350 ml rjómi
  • 200 g Phila­delpia-rjóma­ost­ur
  • 100 g rif­inn Prima­donna/​Grett­ir ost­ur
  • ólífu­olía til steik­ing­ar
  • sítr­ónusneiðar til skrauts
  • smjör til steik­ing­ar
  • salt, pip­ar, hvít­lauks­duft, kjúk­lingakrydd, cheyenn­ep­ip­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar í tvennt, langs­um svo úr verði sex ein­ing­ar.
  3. Sjóðið rósa­kálið í átta mín­út­ur og hellið í sigti, leyfið vatn­inu að leka vel af.
  4. Steikið kjúk­ling­inn upp úr olíu til að loka bring­un­um og brúna all­ar hliðar. Kryddið eft­ir smekk, leggið í eld­fast mót.
  5. Sneiðið svepp­ina, bætið smjöri á pönn­una og steikið þá við meðal­há­an hita og kryddið eft­ir smekk þar til þeir fara að mýkj­ast. Setjið þá hvít­lauk­inn sam­an við síðustu mín­út­una og bætið svepp­un­um næst í fatið með kjúk­lingn­um.
  6. Bætið aft­ur smjöri og olíu á pönn­una og steikið næst rósa­kálið, kryddið eft­ir smekk og bætið því síðan við í eld­fasta mótið.
  7. Sjóðið þá gnocchi á eft­ir rósa­kál­inu (í tvær mín­út­ur), sigtið vatnið af og bætið næst í eld­fasta mótið.
  8. Næst má gera sós­una með því að hella rjóm­an­um á pönn­una, rífa ost­inn og bæta rjóma­ost­in­um sam­an við. Hrærið við meðal­há­an hita þar til jöfn sósa mynd­ast og kryddið eft­ir smekk.
  9. Hellið sós­unni yfir allt í fat­inu, blandið létt sam­an, skreytið með sítr­ónusneiðum og setjið í ofn­inn í 25 mín­út­ur. Gott er að hafa álp­app­ír yfir fyrstu 15 mín­út­urn­ar og taka hann síðan af í lok­in.
  10. Rífið meiri Prima­donnu/​Gretti-ost yfir ef þess er óskað.
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert