Mexíkó lasagna sem þú verður að smakka!

Ljósmynd/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir

„Ég er ótrú­lega veik fyr­ir öllu sem heit­ir Mexí­kó eitt­hvað, ég get samt ekki sagt að ég sé mjög hrif­in af sterk­um mat og því vil ég frek­ar hafa þetta allt frek­ar milt en bragðmikið, það er mitt kom­bó!“ seg­ir Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir mat­ar­blogg­ari á Döðlur & smjör um þessa upp­skrift.

„Það er bara eitt­hvað við sam­setn­ing­una á þess­um mat sem ger­ir það að verk­um að maður sæk­ir svo sterkt í, eins og Mexí­kó súpa það er gefið að 95% lands­manna finnst hún æði.“

„Lengi vel hef ég „dassað“ mig til þegar ég er að gera Mexí­kó lasagna en ákvað að skrifa niður að þessu sinni hvernig ég geri það og deila með ykk­ur. Vona svo sann­ar­lega að ykk­ur líki vel. Það að rífa kjúk­linga­kjötið niður var al­gjör „game chan­ger“ fyr­ir mig og ger­ir það meir að lasagna held­ur en rétt með kjúk­linga­bit­um í. Þegar þið sjóðið kjúk­ling­inn er ótrú­lega gott að eiga hita­mæli en ég á einn sem ég keypti í Kokku og ég mæli svo með ferð þangað til að kaupa slík­an því ég nota hann mjög mikið bæði í bakst­ur og elda­mennsku,“ seg­ir Guðrún og við hlýðum henni að sjálf­sögðu.

Mexíkó lasagna sem þú verður að smakka!

Vista Prenta

Mexí­kó lasagna

  • 500 g kjúk­linga­bring­ur
  • 2 msk. olía
  • ½ rauðlauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1 dós niðursoðnir tóm­at­ar
  • 150 ml vatn
  • ½ nauta­ten­ing­ur
  • 200 g svart­ar baun­ir
  • 200 g maís
  • 2 msk. rjóma­ost­ur
  • 1 tsk. sriracha sósa (má sleppa)
  • 2 tsk. mexí­kó krydd (nota frá Potta­göldr­um)
  • ½ tsk. cum­in
  • salt & pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið vatn í pott og fáið suðuna upp. Þá eru bring­urn­ar sett­ar ofan og soðnar í u.þ.b. 10-15 mín. Ef þið hita­mælið þá eiga þær að vera 70°c.
  2. Takið þá bring­urn­ar úr pott­in­um og skerið niður í bita eða rífið þær niður í hræri­vél með hrær­ar­an­um. Tek­ur 2-3 mín.
  3. Á meðan bring­urn­ar eru að sjóða, takið pönnu, setjið olíu á hana og skerið lauk­inn og hvít­lauk niður og bætið út á pönn­una.
  4. Steikið í 1-2 mín og bætið þá hinum hrá­efn­un­um sam­an við og leyfið að sjóða á miðlungs­hita í 10 mín.
  5. Smakkið til og saltið og piprið eft­ir smekk. Þá er kjúk­lingn­um blandað sam­an við og leyft að malla í 3-4 mín áður en þið setjið allt sam­an.

Sam­setn­ing

  • 3 stór­ar vefj­ur
  • rjóma­ost­ur
  • ostasósa
  • rif­inn ost­ur

Aðferð:

  1. Stillið ofn á 200°C. Byrjið á því að smyrja vefj­urn­ar, tvær með rjóma­osti og eina með ostasósu.
  2. Setjið 1/​3 af kjúk­linga­blönd­unni í eld­fast mót og vefju með rjóma­ost ofan á með og látið rjóma­ost­inn snúa upp.
  3. Dreifið hand­fylli af osti yfir og end­ur­takið. Kjúk­linga­blanda, vefja með ostasósu og ost­ur. Þriðja lag kjúk­linga­blanda, vefja með rjóma­ost og vel af osti yfir í lok­in.
  4. Setjið inn í ofn og leyfið að bak­ast í 20 mín eða þangað til að ost­ur­inn er far­inn að brún­ast.
  5. Berið fram með góðu sal­ati, flög­um, guca­mole og sýrðum rjóma.
Ljós­mynd/​Guðrún Ýr Eðvalds­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert