Kartöflumeðlæti sem ruglar í þér

Ljúffengar rösti-kartöflur með grænmeti að hætti Jamie Oliver.
Ljúffengar rösti-kartöflur með grænmeti að hætti Jamie Oliver. mbl.is/Jamie Oliver

Hér bjóðum við upp á rösti kart­öflu­bakka með græn­meti að hætti Jamie Oli­ver. Þetta kart­öflumeðlæti rugl­ar al­veg í bragðlauk­un­um þínum - svo gott er það.

Kartöflumeðlæti sem ruglar í þér

Vista Prenta

Kart­öflumeðlæti sem rugl­ar í þér

  • 600 g kart­öfl­ur
  • 3 stór­ar gul­ræt­ur
  • 1/​2 tsk. Dijon-sinn­ep
  • 1/​2 sítr­óna
  • ólífu­olía
  • 100 g frosn­ar græn­ar baun­ir
  • 100 g spínat
  • 4 stór egg
  • 50 g feta­ost­ur

Aðferð:

  1. Skrælið kart­öfl­urn­ar og gul­ræt­urn­ar og rífið þær síðan gróf­lega í mat­vinnslu­vél. Stráið klípu af sjáv­ar­salti yfir, blandið sam­an og látið standa í fimm mín­út­ur. 
  2. Blandið sam­an í skál sinn­epi, sítr­ónusafa og skvettu af ólífu­olíu - ásamt salti og svört­um pip­ar. Setjið til hliðar.
  3. Dreypið ólífu­olíu í stóra skál og bætið smá­veg­is pip­ar út í. Kreistið kart­öflu­blönd­una þannig að saf­inn renni af henni og setjið út í skál­ina. Dreifið blönd­unni á bök­un­ar­plötu og bakið í 35 mín­út­ur, eða þar til bland­an er gyllt að ofan og stökk á brún­um. 
  4. Sjóðið baun­irn­ar í smá­stund í salt­vatni á pönnu. Takið baun­irn­ar af pönn­unni og setjið sam­an við sós­una og leggið spínatið yfir. Notið pönn­una til að steikja egg­in eft­ir smekk. 
  5. Setjið rösti-kart­öfl­urn­ar í fat og dreifið eggj­un­um og sal­at­inu ofan á. Myljið síðan feta­ost­inn yfir og berið fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka