Ljósið sem vakið hefur gríðarlega athygli

Kirsuber eru skemmtileg í lögun og ekki síður góð á bragðið. Hér má sjá kirsuber í alveg nýrri útgáfu sem loftljós og er einstaklega fallegt. 

Ljósið er hönnun frá Qeeboo, sem er ítalskt vörumerki undir handleiðlsu Stefano Giovannoni frá árinu 2016. En vörumerkið er þekkt fyrir að vera með öðruvísi nálgun í hönnun sinni eins og sjá má í þessu tiltekna ljósi - sem er eins og kirsuber í laginu. Ljósið er fáanlegt í rauðu, bleiku, silfurlitað, svart, gyllt og hvítt. Hangandi neðan úr loftinu eins og kirsuber í tré, sem fær mann til að langa 'plokka' það niður. 

Kirsuber sem loftljós!
Kirsuber sem loftljós! mbl.is/Qeeboo
mbl.is/Qeeboo
mbl.is/Qeeboo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka