Við elskum góðar kjúklingauppskriftir og þessi hér er með þeim sætari sem við höfum smakkað á - með sykurlausum aprikósugljáa. Hér er upplagt að bera fam réttinn með hrísgrjónum eða góðu brauði.
Bragðgóðir kjúklingaleggir með aprikósugljáa
- 1 bakki kjúklingaleggir
- 1/2 bolli Apricot Jam frá Good Good
- 2 msk. eplaedik
- 2 tsk. dijon sinnep
- 1 tsk. hvítlauksduft
- 1/2 tsk. cayenne pipar
- 1/2 tsk. soja sósa
- 1/2 tsk. salt
- 1/4 tsk. svartur pipar
- 2 msk. söxuð steinselja
Aðferð:
- Hitið ofninn á 180 gráður.
- Pískið saman í stóra skál - aprikósu sultunni, eplaedikinu, sinnepinu, hvítlauksduftinu, cayenne piparnum, soja sósunni, salti og pipar. Marinerið kjúklinginn í 15 mínútur.
- Setjið kjúklinginn og marineringuna í eldfast mót.
- Setjið inn í ofn í 40 mínútur og stillið þá ofninn á grill í fimm mínútur. Passið þó að brenna ekki kjúklinginn.
- Látið standa í fimm mínútur og stráið steinseljunni yfir áður en borið er fram.
Uppskrift: Good Good