Bjóða upp á 'skelfileg' sætabrauð um helgina

mbl.is/mynd aðsend

GK bakarí á Sel­fossi eru þekkt­ir fyr­ir að bjóða upp á spenn­andi nýj­ung­ar og bakk­elsi sem eng­inn get­ur staðist. Baka­ríið er komið í Hrekkja­vökugír­inn og eru með 'skelfi­legt' sæta­brauð á boðstóln­um. 

Það eru Guðmund­ur og Kjart­an sem standa vakt­ina á Sel­fossi og eru ekki við eina fjöl­ina felld­ir í nálg­un sinni á lífið og bakst­ur­inn – því yf­ir­leitt kátt á hjalla þeim fé­lög­um. Við náðum tali af strák­un­um sem höfðu þetta að segja. „Við elsk­um að gera okk­ur dagamun og það er nauðsyn­legt að brjóta upp grá­myglu­leg­an hvers­dags­leik­ann með smá kryddi,“ seg­ir Kjart­an. „Það er eng­inn lög­bund­inn frí­dag­ur frá frí­degi Versl­un­ar­manna og fram að jóla­degi – svo haustið á það til að vera lengi að líða,“ skít­ur Guðmund­ur að og bæt­ir við; „við tök­um öll­um af­sök­un­um feg­ins hendi til að setja smá lit í dag­ana.“

GK bakarí lætur ekki sitt eftir liggja á Hrekkjavökunni.
GK bakarí læt­ur ekki sitt eft­ir liggja á Hrekkja­vök­unni. mbl.is/​mynd aðsend

Um Hrekkja­vöku­helg­ina ætla þeir fé­lag­ar að bjóða upp á skelfi­leg súr­deigs graskers­brauð og í eft­ir­rétt er hægt að grípa sér hræðilegt croiss­ant fyllt með aðal­blá­berja cust­ard. „Croiss­antið þessa helg­ina er virki­lega óhugna­legt sem og góðkunn­ingi þátt­ar­ins, snúður með marzip­an-hind­berja­fyll­ingu og súkkulaði sem brá sér á stjá,“ seg­ir Guðmund­ur. 

mbl.is/​mynd aðsend

Þeir fé­lag­ar segj­ast vera með heil­an lista af hug­mynd­um sem fær ekki að fljúga og glotta þeir við tönn. En bakaríð þeirra hef­ur stækkað heil­mikið frá fyrstu opn­un og við spyrj­um nán­ar út í það. „Betri stof­an reis hratt síðasta sum­ar og var opnuð í haust. Þar geta gest­ir og gang­andi látið líða úr sér í Chesterfield sófa­setti, tekið leik í Mortal Kombat eða rifjað upp mann­gang­inn yfir kaffi­boll­an­um,“ seg­ir Kjart­an en Guðmund­ur er snögg­ur að benda á að þeir skori á alla að finna sína innri rokk­stjörnu og rífa í gít­ar­inn sem þar stend­ur. 

mbl.is/​mynd aðsend

Framund­an hjá GK bakarí eru jól­in í öllu sínu veldi en þeir byrja að skreyta um miðjan nóv­em­ber og full­klára á aðvent­unni. Þar verður enska jólakak­an á sín­um stað að sögn strákanna – sem er orðinn fast­ur liður hjá mörg­um að njóta. 

mbl.is/​mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert