Hamborgarinn sem gæti sett allt á hliðina

Sjúklega girnilegur hamborgari - það verður að segjast.
Sjúklega girnilegur hamborgari - það verður að segjast. mbl.is/Jamie Oliver

Við leggj­um ekki meira á ykk­ur en þenn­an girni­lega börger, sem á eft­ir að kveikja í öll­um bragðlauk­un­um og bjarga helg­inni svo ekki sé minna sagt. Hver og einn get­ur marg­faldað upp­skrift­ina eft­ir þörf­um - eft­ir því hversu marg­ir eru í mat. 

Hamborgarinn sem gæti sett allt á hliðina

Vista Prenta

Þetta er ham­borgi helgar­inn­ar

  • 3 kast­an­íu­svepp­ir
  • 125 g nauta­hakk
  • 2 beikonstriml­ar
  • 1 ham­borg­ara­brauð
  • 2 kúfaðar te­skeiðar af sýrðum rjóma
  • Gúrka (súr­ar gúrk­ur ef vill)
  • 25 g chedd­ar ost­ur
  • 1 msk. Worcesters­hire sósa

Aðferð:

  1. Snyrtið svepp­ina og steikið á háum hita með skurðar­hliðina niður á við, á stórri pönnu. 
  2. Skiptið hakk­inu upp í tvær jafn­stór­ar kúl­ur og fletjið hvora út í sirka 1/​2 cm þykkt. Setjið bei­kon á hvora kúlu. Setjið ham­borg­ar­ana á pönn­una með bei­kon­hliðina niður á við og stráið klípu af sjáv­ar­salti og svört­um pip­ar yfir. Steikið í 2 mín­út­ur og snúið þá við og steikið áfram í 1 mín­útu. 
  3. Hitið brauðið snögg­lega á pönn­unni og setjið á disk. Setjð sýrða rjómann á brauðið og ham­borg­ar­ann og svepp­ina þar ofan á. 
  4. Hitið rif­inn chedd­ar ost­inn á pönn­unni (í sirka þeirri stærð sem ham­borg­ar­inn) og hellið Worchesters­hire sós­unni yfir. Setjið ost­inn ofan á borg­ar­ann, því næst koma gúrk­urn­ar og brauðlokið á ham­borg­ar­ann. 

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert