Þynnkudrykkurinn sem TikTok mælir með

Þessi maður er með timburmenn í heimsókn.
Þessi maður er með timburmenn í heimsókn. mbl.is/Getty Images

Sam­fé­lags­miðill­inn TikT­ok virðist vera með svör­in við (flest) öllu - meðal ann­ars hvað sé gott við þynnku. 

Hvað ætli sé það besta sem við get­um fengið okk­ur eft­ir langt næt­ur­brölt? Er það sveitt­ur ham­borg­ari eða af­rétt­ari? Á TikT­ok er drykk­ur sem á að þykja sá besti til að losna við timb­ur­menn­ina fyr­ir fullt og allt. Hér um ræðir að hella 3/​4 sóda­vatni í glas og fylla upp með kó­kos­vatni. Kreista síðan lime út í og drekka. Við hér á mat­ar­vefn­um ábyrgj­umst þó ekki áhrif­in og verður hver að dæma fyr­ir sig. Svarið við þynnku er þó afar ein­falt - að drekka í hófi eða sleppa því al­farið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert