Eftirlætishamborgarastaður Harry prins

Meghan Markle og Harry prins á góðri stundu.
Meghan Markle og Harry prins á góðri stundu. mbl.is/Getty

Það er ým­is­legt sem vek­ur áhuga okk­ar þegar kem­ur að kon­ungs­fjöl­skyld­unni. Ný­verið upp­lýsti Meg­h­an Markle um það hver eft­ir­læt­is­ham­borg­arastaður Harry prins er. 

Í ný­legu viðtali við Variety, sagði her­togaynj­an af Sus­sex frá því að upp­á­halds­ham­borg­arastaður prins­ins sé In-N-Out. Í ofanálag þá veit starfs­fólkið upp á hár hvað Harry pant­ar sér - því hann pant­ar yf­ir­leitt það sama. Hún sagði jafn­framt að hann elski súkkulaðibita­kök­urn­ar sem þar eru á boðstól­um, og nefndi að þær væru á stærð við barns­höfuð - svo stór­ar eru þær. Meg­h­an sagðist þó standa sig vel í eld­hús­inu og sagðist búa til af­burðagóða bolog­nese-sósu, og þar vær­um við til í að fá upp­skrift. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert