Eldhúsgræjan sem hákarlarnir slógust um

Þegar við spyrj­um okk­ur hvort til sé sú græja sem leys­ir þann vanda er hlýst af fitug­um fingr­um við snakkát - þá er svarið já, hún er til. 

Snaciv er ný upp­finn­ing frá Kevin Choi og Edw­in Cho - en þeir hafa leyst all­an vanda er snýr að því að þvo eða þurrka fing­urna þegar verið er að borða snakk eða ann­an fitug­an og klístraðan mat. Það kann­ast all­ir við að sitja við tölv­una og hafa það huggu­legt með snakk­skál í hönd og fara svo yfir á lykla­borðið með fituga fing­ur. Hér er um að ræða ein­staka mat­p­inna sem sitja þægi­lega á fingr­un­um og þjóna sínu hlut­verki vel. Græj­an rataði til að mynda í Shark Tank þætt­ina, og hlaut ómælda at­hygli þar sem Lori Greiner og grín­ist­inn Kevin Hart fjár­festu í græj­unni. Skoða má græj­una nán­ar HÉR.


 

mbl.is/​Snaciv
mbl.is/​Snaciv
mbl.is/​Snaciv
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert