Svona áttu að þvo koddann þinn

Þessi kona sefur vel á hreinum kodda.
Þessi kona sefur vel á hreinum kodda. mbl.is/Getty

Kom­inn er tími til að þvo kodd­ann og þótt fyrr hefði verið. Við erum svo sann­ar­lega ekki með koddaþvott hátt á lista og sum­ir hverj­ir þvo aldrei kodd­ana sína. Hér er okk­ar besta ráð hvernig best er að þvo kodd­ann og þú munt klár­lega sofa bet­ur út nótt­ina. 

Svona er best að þvo kodd­ann:

  • Lesið þvotta­leiðbein­ing­arn­ar vand­lega yfir 
  • 1/​2 bolli mat­ar­sódi
  • 1/​4 vetn­isperoxíð
  • Þvotta­efni
  • 1/​2 bolli edik
  • Nokkr­ir drop­ar af ilm­kjarna­ol­íu til að drepa ryk­maur­ana
  • Ull­ar­kúl­ur til að kodd­inn haldi form­inu sínu 

Aðferð:

  1. Setjið öll efni í þvotta­véla­hólfið og þvoið kodd­ann sam­kvæmt leiðbein­ing­um. 
  2. Gott er að setja kodd­ann í þurrk­ara með þurrk­bolt­um (fást hjá söluaðilum þvotta­véla) eða tenn­is­bolt­um og hrista vel eft­ir þurrk. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert