Helstu litaframleiðendur hafa lagt fram þeirra boð um hvað sé litur komandi árs og það er eitt orð sem getur dregið saman allar tillögurnar - en það er 'melóna'.
Við erum að sjá mikið af gulum og grænum tónum í bland við hlýjan ferskjulit og appelsínugulan. Málningarframleiðandinn Nordsjö hefur til að mynda kynnt lit ársins sem er fölgulur á meðan litakort Jotun inniheldur grænan, gulan og appelsínugula tóna - eða allir litatónar melónunnar. Breska litamerkið Farrow & Ball hefur einnig kynnt 11 nýja liti í fyrsta sinn í fjögur ár, sem allir innihalda ofangreinda litatóna. Það er óhætt að fullyrða að liti ársins 2023 verði að finna í ávaxta- og grænmetisdeildinni - svo eitt er fyrir víst.