Pastarétturinn sem þú riggar upp á tíu mínútum

Pastaréttur sem tekur örstutta stund í framreiðslu.
Pastaréttur sem tekur örstutta stund í framreiðslu. mbl.is/Jamie Oliver

Hinn full­komni hvers­dags­mat­ur er hér á borðum - þá er við höf­um sára­lít­inn tíma og nenn­um hrein­lega ekki að fara út í flókna elda­mennsku. Pasta­rétt­ur sem þú rigg­ar upp á tíu mín­út­um og inni­held­ur ein­ung­is fimm hrá­efni. 

Pastarétturinn sem þú riggar upp á tíu mínútum

Vista Prenta

Pasta­rétt­ur­inn sem þú rigg­ar upp á tíu mín­út­um

  • 250 g pasta
  • 3 msk. ólífu­olía
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 150 g krukka af græn­um ólíf­um
  • 8 msk. passata

Aðferð:

  1. Eldið pastað sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka. 
  2. Skerið hvít­lauk­inn smátt og steikið í nokkr­ar mín­út­ur í ol­í­unni þar til hann mýk­ist. 
  3. Saxið ólíf­urn­ar og geymið salt­vatnið. Bætið ólíf­un­um á pönn­una, kryddið og látið malla í 2 mín­út­ur. 
  4. Hrærið passata og salt­vatn­inu sam­an við og eldið áfram í 5 mín­út­ur. Bætið því næst past­anu sam­an við sós­una og berið fram strax. 

Upp­skrift: Jamie Oli­ver

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert