Atriðin sem skipta mestu máli í nýju eldhúsi

Einstök eldhússmíði hjá Garde Hvalsoe.
Einstök eldhússmíði hjá Garde Hvalsoe. mbl.is/Garde Hvalsoe

Er nýtt eld­hús í vænd­um? Þá þarftu að renna yfir þenn­an lista og sjá hvort þú sért með öll atriðin á hreinu. 

Gerðu plan
Byrjaðu á því að gera plan og leita að inn­blæstri. Það er mik­il­vægt að hugsa út í hvað þú vilt ná fram með eld­hús­inu - ertu að fara skipta því al­farið út eða flík­ka upp á ákveðna hluti. Hvernig ætl­ar þú að nota eld­húsið, hvað skipt­ir þig mestu máli? Viltu lokað eld­hús, stórt hellu­borð, geymslu­rými eða annað? Gott er að heim­sækja nokkra eld­hús­fram­leiðanda og fá inn­blást­ur í sýn­ing­ar­sal. Næsta skref er síðan að gera tíma­áætl­un og reyna halda sig við hann þó að slíkt eigi til að skol­ast aðeins til.

Vandaðu valið
Þú ætl­ar þér að eiga eld­húsið næstu árin og því er ráð að velja vel - eld­hús sem þolir notk­un og slit. Þá allt frá skúffu­ein­ing­um yfir í höld­ur ef því er að skipta. 

Rétt lýs­ing
Lýs­ing­in skipt­ir sköp­um! Í eld­hús­rým­um er mik­il­vægt að vera með góða vinnu­lýs­ingu auk ann­ar­ar nota­legr­ar lýs­ing­ar sem skap­ar réttu stemn­ing­una í rým­inu. 

Örugga valið
Flest­ir ganga ör­uggu leiðina er kem­ur að því að velja lit á eld­húsið. En það er ekki þar með sagt að þú get­ir ekki lyft rým­inu upp, því auðvelt er að mála vegg eða vegg­fóðra í eld­hús­inu. Nú eða velja lit­rík­ar eld­hús­græj­ur eða hengja upp mynd­ir - mögu­leik­arn­ir eru marg­ir. 

Rétta gól­f­efnið
Eld­hús­rým­in eru mikið notuð og því mik­il­vægt að velja gól­f­efni sem er slit­sterkt þar sem álagið er mest. Eins ber að hafa í huga að það sé þægi­legt að ganga um á gólf­inu ef maður á að til að standa lengi við eld­hús­störf­in. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert