Hin fullkomna panna fyrir letingja

Pannan sem leysir allan vanda við uppvaskið.
Pannan sem leysir allan vanda við uppvaskið. mbl.is/Amazon

Hér er panna fyr­ir þá sem nenna ekki upp­vask­inu meira en þörf er á. Sum­ir myndu segja að græj­an væri fyr­ir let­ingja en aðrir myndu segja að hún væri fyr­ir út­sjón­ar­sama. Pann­an létt­ir í það minnsta álagið við upp­vaskið. 

Pann­an er ósköp venju­leg við fyrstu sýn, en þegar við rýn­um nán­ar á yf­ir­borðið - þá er hún marg­skipt. Hér er pláss fyr­ir ýmis mat­væli sem við vilj­um ekk­ert endi­lega að snert­ist við elda­mennsk­una. Þú get­ur mat­reitt t.d. egg, bei­kon, baun­ir eða annað allt á sömu pönn­unni án þess að mat­reiða upp úr sömu fit­unni. Og að lok­um er bara ein panna sem þú þarft að þrífa en ekki tvær eða fleiri - en þess ber að geta að pann­an þolir að fara í uppþvotta­vél. Grip­inn má finna HÉR ef ein­hver er áhuga­sam­ur (eða latur).

mbl.is/​Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert