Brúðartertan var hærri en brúðguminn

Glæsileg brúðarterta hjá fyrrum NFL spilara.
Glæsileg brúðarterta hjá fyrrum NFL spilara. mbl.is/People.com_Cathy Thomas Photography

Glæsileg brúðarterta mældist hærri en brúðguminn, fagurlega skreytt hvítum fjöðrum - var borin á borð í brúðkaupi nú á dögunum. 

Það var fyrrum NFL spilarinn Michael Oher (sem var innblásturinn að kvikmyndinni The Blind Side) og eiginkona hans Tiffany Roy, sem buðu upp á þessa stórkostlegu tertu - en hjúin giftu sig 5. nóvember sl. á JW Marriot í Nashville. Þetta var hvítt brúðkaup frá toppi til táar, þar sem allar skreytingar og tertan sjálf var hvít - en kakan kom frá Jo's Custom Cakes & Catering. Brúðurin óskaði eftir hárri köku, þar sem eiginmaðurinn er í hærri kantinum. Kakan sjálf var um 155 cm á hæð og standandi upp á borði varð hún mun hærri en eiginmaðurinn. 

Kakan samanstóð af þremur mismunandi bragðtegundum - amaretto, jarðaberjum og súkkulaði. Skreytingarnar þóttu einnig áhugaverðar, þar sem mátti sjá fjaðrir stingast út úr tertunni sem var hálfpartinn þema brúðkaupsins - því aðrar skreytingar voru í þeim anda, sem og balletdansararnir sem skemmtu gestum. Annað sem var á boðstólnum var til að mynda espresso martini á klaka, nautakjöt, bourbon marineraður kjúklingur og rjómalöguð hrísgrjón og aspas. Alls ekki svo amalegur matseðill ef þið spyrjið okkur. 

Michael Oher og Tiffany Roy giftu sig fyrr í nóvember.
Michael Oher og Tiffany Roy giftu sig fyrr í nóvember. mbl.is/People.com_Cathy Thomas Photography
mbl.is/People.com_Cathy Thomas Photography
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert