Svalasta Airfryer-trix síðari ára

Airfryer loftsteikingapottar hafa svo sannarlega slegið í gegn hér á …
Airfryer loftsteikingapottar hafa svo sannarlega slegið í gegn hér á landi.

Það hef­ur liðið þónokk­ur tími síðan við nefnd­um Air­fryer á nafn - en hér er gjör­sam­lega snilld­ar aðferð sem hef­ur ekki sést áður og hægt er að gera með loftsteik­ing­ar­tæk­inu. 

Það var TikTtok-ari að nafni Cami sem benti fylgj­end­um á þessa sniðugu aðferð við að þurrka ávexti út í kokteil­inn sinn. Ef að græj­an þín er búin þeim gæðum að vera með 'de­hydrati­on' still­ingu, þá ertu í góðum mál­um. Því eins og Cami ger­ir í meðfylgj­andi mynd­bandi, þá sker hún sítr­ónu niður í sneiðar og set­ur í tækið. Því næst læt­ur hún Air­fryer­inn vinna í nokkra tíma til að þurrka sítrus­inn. Að lok­um smell­ir hún sneið út í kokteil­inn sinn og geym­ir rest­ina í lokaðri krukku - til­búið fyr­ir næstu drykki. Og að sjálf­sögðu má gera slíkt hið sama með app­el­sínu og lime ef því er að skipta. Sum­ir myndu jafn­vel meina að hér væri komið hið full­komna pakka­skraut fyr­ir jól­in, á meðan aðrir láta kokteil­ana duga. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert