Pastasósan sem sögð er sú besta í heimi

Besta pastasósa í heimi inniheldur þrjú hráefni.
Besta pastasósa í heimi inniheldur þrjú hráefni. mbl.is/Chelsea Kyle

Hér bjóðum við upp á bestu pastasósu í heimi - og já, við tök­um svo stórt til orða því sós­an er sú allra besta. Heiður­inn á Marcella Haz­an, sem birti upp­skrift­ina fyrst í bók sinni 'Essentials of Classic Itali­an Cook­ing' og hef­ur hlotið ómælda at­hygli fyr­ir ein­fald­leika sós­unn­ar.

Besta pastasósa í heimi - punkt­ur

  • 800 gr. plóm­u­tóm­at­ar
  • 1 hvít­ur lauk­ur, skor­inn til helm­inga
  • 5 msk. smjör
  • Salt eft­ir smekk (tækni­lega séð fjórða hrá­efnið) 

Aðferð:

  1. Setjið allt í stór­an pott og látið malla á meðal­hita í 45 mín­út­ur. Hrærið í sós­unni annað slagið. 
  2. Þegar sós­an er til­bú­in, takið þá lauk­helm­ing­ana úr pott­in­um og berið fram. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert