Drykkurinn sem leysir jólaglögg af hólmi

Drykkurinn sem setur jólin á fóninn.
Drykkurinn sem setur jólin á fóninn. mbl.is/Mizina_Getty Images

Hér er drykk­ur sem kveik­ir á jóla­and­an­um. Þessi unaðsblanda smakk­ast af pip­ar­kök­um og rommi - eða drykk­ur sem leys­ir hið klass­íska glögg af hólmi. 

Drykk­ur­inn sem leys­ir jólag­lögg af hólmi

  • 5 cl sterkt romm
  • 9 cl heitt vatn
  • 1 msk. butter-batter (sjá upp­skrift fyr­ir neðan)
  • Stjörnu­anís og kanil­stöng til skrauts

Butter-batter

  • 250 g mjúkt ósaltað smjör
  • 250 g syk­ur
  • 250 g dökk­ur hrá­syk­ur
  • 500 g vanilluís
  • 1 tsk. kanill
  • 1 msk. stjörnu­anís
  • 1 msk. neg­ull
  • 1 msk. múskat

Aðferð:

  1. Butter-batter: Blandið öll­um krydd­um og hvíta sykr­in­um sam­an í bland­ara og hrærið þar til mass­inn er orðinn eins­leit­ur. Bætið þá hrá­sykr­in­um sam­an við og blandið sam­an. Blandið mjúku smjör­inu sam­an við og því næst kem­ur vanilluís­inn. Hellið blönd­unni í krukku og setjið í kæli. 
  2. Drykk­ur­inn: Blandið heita vatn­inu sam­an við butter-batter þar til það leys­ist upp. Bætið þá rommi sam­an við og hrærið. Skreytið drykk­inn með stjörnu­anís og kanil­stöng.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert