Svona forðast þú myglu í ísskápnum

Ætli þessi sé með hreinan ísskáp?
Ætli þessi sé með hreinan ísskáp? mbl.is/istock

Myglugró er það síðasta sem við viljum vita af inn í ísskáp, þar sem við geymum matinn okkar og teljum hann vera í góðu yfirlæti - eða hvað?

Eldhústækjaframleiðandinn Whirlpool vill meina að það snúist ekki bara um að þrífa ísskápinn reglulega, því það er mikilvægt að halda honum hreinum. Ef eitthvað matvæli lekur eða skemmist, getur það valdið því að annar matur skemmist. Myglugró getur farið frá einum mat til annars og lifað á yfirborðinu í góðum makindum, sé ísskápurinn ekki þrifinn eftir þörfum. Lykt af matvælum getur einnig ratað yfir í frystirinn þar sem sem hólfin tvö deila oft sama loftflæði. Því ber aldrei að bíða með að þurrka upp það sem sullast til í ísskápnum og forðast skal að nota sterk hreinsiefni. Eins ber að nefna að vert er að þrífa frystirinn tvisvar á ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka