Uppskriftirnar hennar mömmu

Nýja bók­in er um kök­ur og eft­ir­rétti, svo­lítið þetta gamla góða. Ég er með þess­ar gömlu góðu klass­ísku upp­skrift­ir sem all­ir elska, eins og sjón­varps­tertu, gul­rót­ar­köku og hjóna­bands­sælu. Stefn­an var að birta upp­skrift­ir sem all­ir gætu bakað eft­ir og væru í senn kunn­ug­leg­ar en líka spenn­andi. Ég fór í upp­skrifta­bók­ina henn­ar mömmu og þaðan er helm­ing­ur upp­skrift­anna,“ seg­ir Elen­ora og seg­ist muna eft­ir öll­um þess­um kök­um úr æsku.

„Ég breytti sum­um eitt­hvað smá­veg­is en að flestu leyti eru þær upp­runa­leg­ar. Ég hef verið að læra að verða bak­ari í fjög­ur ár og því búin að læra ým­is­legt og hef sankað að mér miklu magni af upp­skrift­um. Nokkr­ar eru hrein­lega þær sem ég notaði í loka­próf­inu mínu,“ seg­ir hún og seg­ist sér­stak­lega mæla með „brownies“-osta­kök­unni og „Milli­onaires short­bread“ sem er birt hér á síðunni.

Brauðtert­ur komn­ar aft­ur

Í bók­inni má einnig finna brauðtert­ur, sem virðast vera að ná fyrri vin­sæld­um. Elen­ora seg­ir að þær Þóra Kol­brá Sig­urðardótt­ir rit­stjóri bók­ar­inn­ar hafi verið sam­mála um ágæti brauðterta.

„Við Þóra rædd­um um hvað við vild­um hafa í bók­inni og Þóra spurði mig hverju ég myndi eft­ir úr veisl­um barnæsk­unn­ar sem ég saknaði og ég nefndi brauðtert­ur. Hún sagðist þá ein­mitt hafa verið með brauðtert­ur á heil­an­um und­an­farið, en þá voru þær ekki orðnar vin­sæl­ar aft­ur og við héld­um að við vær­um að taka svaka áhættu. En nú síðustu ár er svaka „comeback“ í brauðtert­um. Og metnaður­inn hef­ur auk­ist,“ seg­ir hún og gef­ur upp­skrift að einni slíkri.

„Kök­ur og brauðtert­ur sem fólk teng­ir við æsk­una hitta beint í hjart­astað.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert