Flottasti staðurinn í Stokkhólmi

Einstaklega smart veitingastaður í Stokkhólmi.
Einstaklega smart veitingastaður í Stokkhólmi. mbl.is/Note Design Studio

Tysta Mari er einn af nokkr­um veit­inga­stöðum sem staðsett­ir eru í Östermalms Salu­hall - ný­upp­gerðri mat­höll í gam­alli múr­steins­bygg­ingu frá ár­inu 1888. Staður­inn er hannaður af sænska Note Design Studio sem hef­ur komið víða við á ferli sín­um. Og hér hafa þeir skapað nota­legt um­hverfi, af­slappað and­rúms­loft og fullt af sjarma. Gljáðar flís­ar með þykkri fúgu má sjá á veggj­um - sem sann­ar­lega er ný út­færsla á slík­um veggj­um. 

Veit­ingastaður­inn býður aðallega upp á ferskt sjáv­ar­fang ásamt öðrum rétt­um, þar sem hrá­efnið er sótt beint frá býli. Á jarðhæð veit­ingastaðar­ins er áber­andi bar sem er sýni­leg­ur bæði frá götu og inn­an úr mat­sal. Sér­stak­lega hannaður til að draga viðskipta­vin­ina inn á staðinn. 

mbl.is/​Note Design Studio
mbl.is/​Note Design Studio
mbl.is/​Note Design Studio
mbl.is/​Note Design Studio
mbl.is/​Note Design Studio
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert