Lang besta og einfaldasta pastað sem krakkarnir elska

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Það er mánu­dag­ur sem er full­kom­inn dag­ur fyr­ir kósý pasta! Það tek­ur aðeins um 20 mín­út­ur að út­búa þenn­an rétt sem skemm­ir held­ur ekki fyr­ir og svo er hann hrika­lega ljúf­feng­ur!

Það er eng­in önn­ur en Berg­lind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiður­inn að þess­ari upp­skrift sem er al­gjör negla!

Lang besta og einfaldasta pastað sem krakkarnir elska

Vista Prenta

Ostap­asta með osta­brauði

Ostap­asta upp­skrift

  • 400 g pasta að eig­in ósk
  • 250 g chilli- og ostapyls­ur
  • 1 lauk­ur
  • 2 rif­in hvít­lauksrif
  • 350 ml rjómi frá Gott í mat­inn
  • 180 g 4 osta blanda frá Gott í mat­inn
  • Salt, pip­ar og hvít­lauks­duft
  • Tim­i­an
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka.
  2. Skerið niður pyls­ur og lauk og steikið upp úr ólífu­olíu. Bætið hvít­laukn­um sam­an við í lok­in og steikið þar til mýk­ist.
  3. Hellið rjóm­an­um á pönn­una ásamt ost­in­um og hrærið þar til ost­ur­inn er bráðinn.
  4. Kryddið til eft­ir smekk og blandið past­anu var­lega sam­an við í lok­in.
  5. Toppið með fersku tim­i­an og njótið með osta­brauði (sjá upp­skrift hér að neðan).

Osta­brauð upp­skrift

  • 1 x súr­deigs bagu­ette
  • Íslenskt smjör
  • Hvít­lauks­duft
  • 4 osta blanda frá Gott í mat­inn

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Skerið brauðið í sneiðar.
  3. Sneiðið smjör með osta­skera og leggið smjörsneið á hverja brauðsneið.
  4. Kryddið aðeins með hvít­lauks­dufti og stráið vel af 4 osta blöndu yfir hverja sneið.
  5. Setjið í ofn­inn í nokkr­ar mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn bráðnar og brauðið fer aðeins að gyll­ast (3-5 mín­út­ur).
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
Ljós­mynd/​Berg­lind Hreiðars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert