Miðjarðarhafsstemning á nýjum veitingastað

Italy Restaurant er staðsettur í Kaupmannahöfn.
Italy Restaurant er staðsettur í Kaupmannahöfn. mbl.is/Jonas Bjerre-Poulsen

Feg­urð og virkni er svo sann­ar­lega í fyr­ir­rúmi á veit­ingastaðnum Ita­ly, sem finna má í Kaup­manna­höfn. Hér hafa Norm arki­tekt­ar toppað sig enn eina ferðina, en þeir hafa ein­stakt bragð er kem­ur að hönn­un hús­gagna og rýma - eins og glögg­lega má sjá á þess­um fína veit­ingastað. 

Veit­inga­húsið er það fyrsta sem fyr­ir­hugað er í keðju veit­inga­húsa sem rek­in er af eig­end­um vin­sæla bistrós­ins Cof­oco. Hönn­un staðar­ins bygg­ist á áhrif­um Miðjarðar­hafs­ins í bland við skandi­nav­íska tóna. Viðargólfin, borðin og barbekk­irn­ir eru fram­leidd­ir af danska vörumerk­inu Dinesen, stól­ar koma meðal ann­ars frá Af­terroom og lýs­ing­in í bás­un­um var hönnuð af Søren Rose Studio. Takið líka eft­ir geggjuðu gólf­flís­un­um og stóru grænu plönt­un­um sem um­vefja rým­in með nátt­úru­legri hlýju. 

mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is/​Jon­as Bjer­re-Poul­sen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert