Jólamarkaðir sem vert er að heimsækja

Það er fallegt á jólamarkaði í Hamborg.
Það er fallegt á jólamarkaði í Hamborg. mbl.is/Getty

Það er ekkert jólalegra en að heimsækja markaði út fyrir landssteinana og þessir hér toppa þá flesta. 

Hamborg
Hinn frægi Welhnachtsmarkt í Hamborg fyllir miðbæ Rathausplatz í nóvember og desember með yndislegum mat og varningi sem unninn er af heimamönnum borgarinnar. Hér má finna handsmíðaða skrautmuni, sælgæti og bakaðar vörur. Eins má bera jólasveininn augum sem svífur fyrir ofan markaðsgesti með hreindýrunum sínum - en það er alveg ómissandi að sjá. 

Berlín
Margur Íslendingurinn leggur leið sína til Berlínar allt árið um kring og ekki síst fyrir jólin. Þá er vert að kíkja á markaðinn sem breytir borginni í nostalgískt undraland - á sama tíma og hún er virðuleg fyrir menningarlíf borgarinnar. Allskyns bakkelsi sem skola má niður með mjöði ásamt handverki og jólatónleikum eru þar að finna - svo ekki sé minnst á óplönuðum diskótekum og götuveislum sem heimamenn njóta góðs af. 

Prag
Jólahátíðarmarkaður á gamla bæjartorginu í Prag í miðjum bænum, er hreint út sagt stórkostlegt. Hér finnur þú kristalsjólatrésskraut sem á engan sinn líkan og hægt er að sötra á fínum glöggvínum á milli verslunartúra. Hér finnur þú einnig hina klassísku skinku að hætti heimamanna, ásamt piparkökum og öðru meðlæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka